Knattspyrnumaðurinn Ravel Morrison var á dögunum sektaður um þúsund pund fyrir að nota skírteini látins manns til að leggja í stæði fyrir fatlaða.
Hinn þrítugi Morrison er þekktur vandræðagemsi en hann þótti mikið efni á sínum yngri árum þegar hann var á mála hjá Manchester United.
Ekki rættist þó almennilega úr honum en hann spilar með DC United í dag.
Atvikið á dögunum átti sér stað í miðborg Manchester í síðustu viku.
Morrison segist hafa keypt skírteinið af aðila á 50 pund, en það var áður í eigu manns sem lést í febrúar 2022.
Hefur Morrison eðlilega hlotið mikla gagnrýni vegna málsins.