Það fer fram fundur í Dortmund í dag þar sem Manchester United og Borussia Dortmund ræða um Jadon Sancho en þýska félagið hefur áhuga á að kaupa hann.
Christian Falk virtasti blaðamaður Þýskalands segir það koma til greina að Donyell Malen fari í skiptum fyrir Sancho.
Malen var keyptur til Dortmund fyrri rúmum tveimur árum til að fylla skarð Sancho sem var þá seldur til United.
Sancho fær ekki að spila með United á meðan Erik ten Hag stýrir liðinu eftir að þeir rifust í haust.
Malen lék áður með PSV en hann hefur skorað fimm mörk í 19 leikjum á þessu tímabili. Erik ten Hag ku hafa áhuga á kauða.