Javier Hernandez, betur þekktur sem Chicharito, er leikmaður sem flestir muna eftir en hann var í fimm ár hjá Manchester United á sínum tíma.
Chicharito er í dag 35 ára og án félags eftir að hafa yfirgefið LA Galaxy í sumar. Sóknarmaðurinn knái sleit krossband en hefur heldur betur haldið sér uppteknum á tíma sínum frá vellinum.
Í fyrra skrifaði hann nefnilega undir samning við rafíþróttafélagið Complexity.
Chicharito spilar tölvuleikinn Call of Duty og streymir því á Twitch fyrir aðdáendur.
Honum getur þó orðið ansi heitt í hamsi og fór ein klippa af honum út um allan heim er hann spilaði í fyrra.
„Grjóthaldtu kjafti hálfvitinn þinn. Þegiðu. Þú getur ekki rassgat svo grjóthaltu kjafti,“ sagði bálreiður Chicharito í klippunni.