UEFA hefur sett á laggirnar starfshóp um krossbandaslit hjá knattspyrnukonum. Markmiðið er að auka meðvitund og forvarnir gegn sliti á fremra krossbandi (ACL).
Krossbandaslit hjá knattspyrnukonum hafa alla tíð verið algeng og var hópurinn settur saman af sérfræðingum sem hafa það markmið að fá betri skilning á krossbandaslitum og algengi meiðslanna í knattspyrnu kvenna.
Eitt af fyrstu skrefunum hjá starfshópnum var að útbúa spurningalista um þekkingu á krossbandaslitum ætlaðan öllum einstaklingum sem koma að knattspyrnu kvenna. Niðurstöður spurningalistans ætlar UEFA að nýta til að vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum við krossbandaslitum hjá konum í fótbolta.