Einhverjir stuðningsmenn Manchester United voru ósáttir við Chris Kavanagh, dómara leiksins gegn Chelsea í gær.
United vann leikinn 2-1 þar sem Scott McTominay skoraði bæði mörk liðsins. Afar mikilvægur sigur fyrir Erik ten Hag sem hefur verið undir pressu.
United komst í 1-0 en Cole Palmer jafnaði fyrir Chelsea undir lok fyrri hálfleiks.
Það vakti athygli margra að eftir markið þá virtist hann ræða stuttlega við Kavanagh dómara og hlógu þeir saman.
Stuðningsmenn United eru væntanlega búnir að gleyma þessu í dag enda tryggði liðið sér stigin þrjú. En hér að neðan má sjá mynd af þessu.