Fjölmiðlakonan vinsæla Laura Woods hefur svarað Joey Barton eftir ummæli hans um konur á samfélagsmiðlum.
Barton sagði að konur ættu ekki að koma nálægt umfjöllun um karlafótbolta og þá hraunaði hann yfir kvenkyns vídeó-bloggara sem fjallar um leikinn.
„Vanalega forðast ég svona umræður þar sem ég vil ekki gefa því meiri athygli,“ segir Woods sem fjallar um enska boltann á TNT Sports.
„En að henda ungum vídeó-bloggurum fyrir rútuna er bara rangt. Ég byrjaði þannig.“
Hún segir að Barton hafi sent sér skilaboð í sumar.
„Hann óskaði mér góðs gengis þegar ég tók við starfinu á TNT í júní. Er hann þá geldingur líka?“ segir Woods en Barton hraunaði yfir þá karlmenn sem tóku þátt í umfjöllun um fótbolta með konunm.