Forráðamenn Crystal Palace eru farnir að skoða það mjög alvarlega að reka Roy Hodgson úr starfi, staða liðsins er slæm.
Hodgson tók við Palace á síðustu leiktíð og bjargaði liðinu frá falli. Hann ákvað að taka eitt tímabil til viðbótar.
Hodgson hefur ekki náð að kveikja í liði Palace á þessu tímabili og er staðan í skoðun.
Ensk blöð segja að tveir kostir séu á borði forráðamanna Palace og er málið í skoðun.
Nefndur er Steve Cooper sem líklega verður rekinn frá Nottingham Forest á næstu dögum en einnig Kieran McKenna þjálfari Ipswich.
McKenna tók við Ipswich fyrir rúmu ári síðan en áður var hann í þjálfarateymi Manchester United.