Fótboltaferill Paul Pogba gæti verið á enda ef saksóknari á Ítalíu fær kröfu sína í gegn. Krefst hann þess að Pogba fái fjögurra ára bann frá leiknum.
Pogba féll á lyfjaprófi eftir leik með Juventus í lok ágúst og hefur síðan þá ekkert spilað.
Pogba var tekinn í lyfjapróf eftir leik Juventus og Udinese þann 20 ágúst.
Pogba var ónotaður varamaður í leiknum en gríðarlegt magn af testósterón var í líkama hans og mældist það í prófinu.
Pogba snéri aftur til Juventus fyrir 18 mánuðum og hefur endurkoma hans verið afar misheppnuð.