Real Madrid hefur stillt Kylian Mbappe sóknarmanni PSG upp við vegg og krefur hann um að taka ákvörðun á næstu vikum um framtíð sína.
Samningur Mbappe við PSG er á enda næsta sumar og hefur hann látið vita af því að hann muni ekki framlengja hann.
Real Madrid getur samið við Mbappe í janúar og gerir þá kröfu að hann taki ákvörðun fyrir 15 janúar.
Mbappe var nálægt því að fara til Real Madrid fyrir 18 mánuðum en hætti þá við og framlengdi við PSG.
Hann hefur séð eftir þeirri ákvörðun sinni og nú getur lítið komið í veg fyrir það að einn besti leikmaður heims fari frítt til Real Madrid.