Manchester United hefur áhuga á Donyell Malen ef marka má þýska miðilinn Bild.
Um er að ræða 24 ára gamlan leikmann sem fór ungur að árum frá Ajax í akademíu Arsenal en tókst honum ekki að brjóta sér leið inn í aðalliðið í Lundúnum.
Fór hann því til PSV og þaðan til Dortmund fyrir tveimur og hálfu ári.
United vill kantmanninn í sínar raðir og samkvæmt Bild er félagið til í að nota Jadon Sancho til að hjálpa sér við að fá hann.
Sancho er algjörlega úti í kuldanum hjá United og er að öllum líkindum á förum.
Hann kom einmitt frá Dortmund og er orðaður þangað aftur.
Malen er metinn á tæpar 30 milljónir punda.