Manchester United er opið fyrir því að hlusta á tilboð í þrjá leikmenn í janúar. Independent segir frá þessu.
Erik ten Hag vill bæta við hóp sinn í janúar en þá þarf félagið að selja.
Leikmennirnir sem um ræðir eru Casemiro, Raphael Varane og Jadon Sancho.
Sá síðastnefndi er algjörlega úti í kuldanum og í stríði við Ten Hag. Það þarf því ekki að koma á óvart að félagið sé til í að selja hann.
Casemiro og Varane eru auðvitað risastór nöfn en United er til í að losa sig við þá fyrir nýja menn.