Luke Shaw varnarmaður Manchester United segist hafa rekist í takka á forritinu X þar sem rætt var um samherja hans.
Færsla um það að erfitt yrði fyrir Marcus Rashford og Antony Martial fékk „læk“ frá Shaw.
Vakti þetta furðu netverja enda er Shaw ekki þekktur fyrir það að vera með vesen. Hann segist hafa rekist í takkann.
„Ekki vera kjánar, þetta var ekki viljandi,“ skrifar Shaw á X-inu þegar netverjar fóru að krefja hann svara.
Shaw var í byrjunarliði United sem vann Chelsea í gær en Rashford og Martial byrjuðu á meðal varamanna eftir ömurlega frammistöðu gegn Newcastle um síðustu helgi.