Leikmenn Manchester United kepptust við að lofsyngja stjórann Erik ten Hag eftir sigur liðsins á Chelsea í gær.
Scott McTominay gerði bæði mörk United í ansi mikilvægum sigri fyrir liðið og Ten Hag sem hefur verið mikið í umræðunni.
Talað hefur verið um í enskum miðlum að hann sé að missa klefann, eins og sagt er.
„Við stöndum allir við bakið á honum. Hann er stórkostlegur þjálfari,“ sagði Sofyan Amrabat eftir leik.
Amrabat gekk í raðir United frá Fiorentina í sumar en starfaði áður með Ten Hag hjá hollenska liðinu Utrecht.
„Ég vann með honum fyrir mörgum árum og þá var hann orðinn frábær þjálfari. Nú er hann einn sá besti í heimi. Hann hefur meiri reynslu og er búinn að vinna frábært starf alls staðar sem hann hefur farið.“
Markaskorarinn McTominay hrósaði Ten Hag einnig en hann var spurður hvað væri að baki hugarfari leikmanna í gær.
„Stjórinn, ef ég á að vera hreinskilinn,“ sagði hann.
„Hvernig hann nálgaðist leikinn, það voru léttar æfingar til að halda orkunni og vera ferskir því nú er spilað með skömmu millibili.“