Joel Matip er með slitið krossband og verður ekki meira með Liverpool á leiktíðinni.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, staðfesti þetta eftir sigur liðsins á Sheffield United um helgina.
Matip hafði meiðst í leik Liverpool gegn Fulham um helgina og kom svo í ljós að meiðslin eru ansi alvarleg.
Samningur Matip við Liverpool rennur út næsta sumar og hefur hann því spilað sinn síðasta leik fyrir félagið ef hann skrifar ekki undir nýjan.
Matip hefur spilað 14 leiki á tímabilinu í öllum keppnum.