Javier Hernandez betur þekktur sem Chicharito var í mörg ár afar frambærilegur knattspyrnumaður. Hann lék lengi vel með Manchester United og gerði vel.
Framherjinn frá Mexíkó hafði undanfarin ár leikið með LA Galaxy en reif krossband í sumar og er hættur í fótbolta.
Chicharito hefur síðan þá orðið atvinnumaður í annari íþrótt en nú er hann í tölvuspili alla daga.
Chicharito spilar leikinn Call of Duty sem hefur verið virkilega vinsæll í mörg ár og þar virðist kappinn njóta sín í botn.
„Ég hef alltaf haft ástríðu fyrir tölvuspili, ég skrifaði undir hjá Complexity Stars og spila fyrir þá,“ segir Litla baunin frá Mexíkó.
Chicharito hefur verið duglegur að spila undanfarið og geta netverjar fylgst með honum leika sér á forritinu Twitch þar sem han spilar oft í beinni útsendingu.