Newcastle gerði ekki góða ferð í Guttagarð í kvöld þegar liðið heimsótti Everton sem sat í fallsæt.
Leikurinn var jafn og hvorugt liðið var að skapa sér mikið af færum en Everton nýtti sína sénsa.
Í síðari hálfleik var komið að Dwight McNeill að opna markareikninginn þegar hann kom Evertoní 1-0.
Abdoulaye Doucoure kom Everton svo í 2-0 og ljóst að liðið var að fara upp úr fallsæti.
Það var svo hinn geðugi Beto sem henti í þriðja markið í uppbótartíma og 3-0 sigur Everton staðreynd.
Everton fer í tíu stig en tíu stig voru tekin af liðinu á dögunum fyrir brot á reglum um fjármál.
Eftir góðan sigur á Manchester United um helgina tókst Newcastle ekki að halda taktinum gangandi.