Evangelos Marinakis, eigandi Nottingham Forest, er greinilega pirraður á gengi liðsins miðað við fréttir að utan í gærkvöldi.
Forest hefur aðeins unnið einn af síðustu ellefu leikjum sínum og er í sextánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Í gær steinlá liðið 5-0 fyrir Fulham.
Marinakis hefur ekki nennt að klára leikinn og strunsað út áður en honum var lokið.
Aðdáandi fann nefnilega passa hans í runna í garði einhvers, að sögn aðdáandans.
Mynd af þessu má sjá hér að neðan.