Stjórn KSÍ kemur saman til fundar á morgun en þetta er einn af síðustu fundunum sem Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður sambandsins mun sitja.
Iðulega fundar stjórnin í hverjum mánuði en Vanda mun láta af störfum í febrúar.
Vanda ákvað á dögunum að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu eftir rúm tvö ár í starfinu.
Vallarmál Laugardalsvallar eru á dagskrá fundarins á morgun en stjórn KSÍ hefur ákveðið að fara með kvennalandsleik úr landi í febrúar þrátt fyrir að hér séu aðrir leikvellir sem standist þær kröfur sem gerðar eru til verkefnisins.
Dagskrá stjórnar KSÍ:
Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Stefnumótun
Laugardalsvöllur
Málefni landshluta
Mótamál
Dómaramál
Önnur mál