Stuðningsmenn Arsenal eru öryggir á því að Ivan Toney framherji Brentford hafi verið að senda skilaboð í gær þegar hann birti mynd á Instagram.
Framherjinn knái er að klára afplánun á löngu banni sínu vegna brota á veðmálareglum.
Toney hefur verið sterklega orðaður við Arsenal þegar hann losnar úr banninu í janúar og hann gaf því undir fótinn í gærkvöldi.
Toney var þá að horfa á leik Luton og Arsenal þar sem Declan Rice skoraði sigurmark Arsenal á 97 mínútum.
Enski framherjinn fagnaði markinu hjá Rice og hrósaði honum fyrir það, eitthvað sem stuðningsmenn Arsenal vilja lesa í sem góð tíðindi fyrir félagið.