Mark Hughes, fyrrum stjóri Manchester City og fleiri liða, lýsir lokadegi félagaskiptagluggans hjá félaginu sumarið 2008 í skemmtilegu viðtali.
Þarna voru moldríkir eigendur City frá Abú Dabí nýbúnir að kaupa félagið og fór allt í háaloft gluggadeginum þegar kaupin gengu í gegn.
Eftir að hafa reynt við fjöldan allan af leikmönnum tókst City að landa Robinho frá Real Madrid á 32 milljónir punda og þá sótti félagið einnig Pablo Zabaleta frá Esppanyol á 6 milljónir punda. Átti hann eftir að reynast félaginu dyggur þjónn.
„Þeir spurðu mig um hvern ég vildi. Þeir buðu í nánast alla toppleikmenn í heiminum,“ segir Hughes.
„Á þessum tíma var City miðlungs félag, jafnvel neðar, og það heillaði ekki marga að koma. Þeir reyndu og reyndu að fá leikmenn og á endanum kom Robinho frá Real Madrid.“
Nýir eigendur voru þó metnaðarfullir og reyndu einnig við besta leikmann heims á gluggadeginum.
„Þetta var bilaður dagur og þeir buðu meira að segja í Lionel Messi.“