Mikil umræða hefur skapast um David Raya markvörð Arsenal eftir að hann gerði sig sekan um slæm mistök gegn Luton í gær.
Raya gaf tvö mörk í 3-4 sigri Arsenal á Luton í gær en Declan Rice bjargaði liðinu á 97 mínútu.
Ef Rice hefði ekki skorað hefði öll umræðan snúist um Raya og mistök hans.
Raya hefur gert þrenn mistök á þessu tímabili sem kostað hafa mörk en Aaron Ramsdale hefur ekki gert slíkt í átta leikjum.
Tölfræði Raya er þó betri á mörgum sviðum en hann kom til Arsenal í sumar á láni frá Brentford.
Búist er við að Arsenal kaupi Raya í janúar en Ramsdale mun líklega reyna að koma sér frá félaginu þegar félagaskiptaglugginn opnar.