Talksport tilkynnti í dag um andlát íþróttalýsandans Russell Hargreaves. Hann var aðeins 45 ára gamall.
Hargreaves lýsti fótbolta og fjölda annarra íþrótta á útvarpsstöðinni.
„Okkur þykir mjög leitt að tilkynna að Russell Hargreaves féll frá í dag. Russ var hæfileikaríkur íþróttalýsandi, fréttaþulur og fréttamaður. En hann var miklu meira en það. Hann var elskaður vinur og samstarfsmaður. Hjörtu okkar eru brotin. Hvíldu í friði, Russ,“ segir í tilkynningu Talksport.
Hargreaves hafði starfað á Talksport í meira en tíu ár og fór af honum mjög gott orð.