fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
433Sport

Magnús vandar Samkeppniseftirlitinu ekki kveðjurnar – „Prófið að stíga í gildruna og við munum sekta ykkur“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. desember 2023 21:36

Magnús Ragnarsson. Mynd: Síminn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri Símans, vandar Samkeppniseftirlitinu hér á landi ekki kveðjurnar í viðtali við þáttinn Mín Skoðun með Valtý Birni á Brotkast.is. Þar var rætt um réttinn á því að sýna ensku úrvalsdeildina.

Enska úrvalsdeildin gerði nýjan fjögurra ára samning við rétthafa á Bretlandi í gær og má búast við að önnur lönd fylgi. Magnús býst við að útboðið fyrir réttinn á enska boltanum hér á landi verði í september eða október á næsta ári.

„Við vitum ekki hvort það verður þriggja eða sex ára réttur. Síðast ætluðu þeir að bjóða út sex ára rétt á Íslandi en drógu það til baka út af af hótunum samkeppniseftirlitsins á Íslandi,“ segir Magnús ómyrkur í máli.

„Samkeppniseftirlitið er búið að valda töluverðum óróa á sportmarkaði á Íslandi með því að það er algjörlega óljóst hvort og hvenær er heildsölukvöð á sjónvarpsréttina. Það er ekkert sem segir að það sé heildsölukvöð en samkeppniseftirlitið eftir ítrekað hótað að skilgreina til dæmis enska boltann sem sérstakan markað og skilgreina þá að Síminn sé í markaðsráðandi stöðu á þeim markaði og þar með í einokunarstöðu.

Við ætluðum til dæmis ekki að áframselja réttinn til Nova í ár en það var eftir hótanir Samkeppniseftirlitsins sem við ákváðum að gera það áfram.“

Magnús segir réttinn á íþróttum í sjónvarpi hér heima og erlendis í raun einskis virði ef heildsölukvöð er á þeim.

„Þetta getur valdið gríðarlegu uppnámi fyrir KSÍ, eða heldur Íslenskan Toppfótbolta (ÍTF), því ef það er heildsölukvöð á erlendum sjónvarpsréttum, guð minn almáttugur þá ætti hún að vera á innlendum. Ef það er heildsölukvöð á þeim rétti, sem sagt að hver sá sem er með réttinn verður að dreifa honum hjá öllum öðrum, er rétturinn í raun orðinn einskis virði.“

Magnús segir að Samkeppniseftirlitið láti sumt algjörlega í friði en annað ekki.

„Ég fékk fyrst réttinn af enska boltanum 2004 þegar ég var hjá Skjá einum. Fram að þeim tíma hafði Samkeppniseftirlitið aldrei neinar áhyggjur af því að allir sportréttir í heimi væru hjá Sýn. En um leið og Skjár einn eignaðist þennan eina rétt sem var enski boltinn, þá þurfti að setja sérstakar reglur og kvaðir þar af lútandi. Og þegar við unnum þetta aftur 2018 var það í fyrsta skiptið sem að eftirlitið ákveður mögulega að skilgreina enska boltann sem sérstakan markað. Þau hafa ekki fengist til að segja hvort það séu sömu reglur sem gilda um Meistaradeildina, íslenska boltann eða slíkt.

Ég er búinn að standa í miklum bréfaskrifum við eftirlitið og óska eftir leiðbeiningum. En þær eru engar. Einu leiðbeiningarnar sem ég fæ eru: „Prófið að stíga í gildruna og við munum sekta ykkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Brasilíumaðurinn heldur til Tyrklands í kvöld

Brasilíumaðurinn heldur til Tyrklands í kvöld
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem United þarf að reiða fram fyrir ungstirnið

Þetta er upphæðin sem United þarf að reiða fram fyrir ungstirnið
Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta hafa veðbankar að segja um leikinn mikilvæga hjá Strákunum okkar í kvöld

Þetta hafa veðbankar að segja um leikinn mikilvæga hjá Strákunum okkar í kvöld
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bruno Fernandes segir þetta valda sér miklum áhyggjum

Bruno Fernandes segir þetta valda sér miklum áhyggjum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Chelsea og Manchester United taka slaginn

Chelsea og Manchester United taka slaginn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Framtíð Neymar að skýrast – Á leið aftur heim

Framtíð Neymar að skýrast – Á leið aftur heim
433Sport
Í gær

Bjóða aftur í Trent

Bjóða aftur í Trent
433Sport
Í gær

Eldræða Amorim: Segir lið sitt hugsanlega það versta í sögunni – „Gjörið svo vel, þarna er fyrirsögnin ykkar“

Eldræða Amorim: Segir lið sitt hugsanlega það versta í sögunni – „Gjörið svo vel, þarna er fyrirsögnin ykkar“