Fjórum leikjum er lokið það sem af er kvöldi í ensku úrvalsdeildinni.
Liverpool heimsótti botnlið Sheffield United. Virgil van Dijk kom þeim yfir eftir hornspyrnu Trent Alexander-Arnold á 37. mínútu. Dominik Szoboszlai bætti svo við marki í blálokin 0-2 sigur Liverpool staðreynd.
Lærisveinar Jurgen Klopp eru þar með komnir aðeins 2 stigum frá toppliði Arsenal á ný.
Fulham kjöldróg þá Nottingham Forest á heimavelli sínum, 5-0. Raul Jimenez og Alex Iwobi skoruðu tvö mörk hvor en Tom Cairney eitt.
Fulham er í tólfta sæti með 18 stig en Forest er í því sextánda með 13.
Bournemouth vann öflugan útisigur á Crystal Palace, 0-2. Marcos Senesi kom þeim yfir á 25. mínútu og Kieffer Moore bætti við marki í uppbótartíma.
Bæði lið eru með 16 stig í fjórtánda og fimmtánda sæti.
Loks vann Brighton 2-1 sigur á Brentford. Bryan Mbuemo kom gestunum yfir með marki úr vítaspyrnu á 27. mínútu en Brighton var ekki lengi að svara með jöfnunarmarki Pascal Gross.
Hinn 18 ára gamli Jack Hinshelwood skoraði sigurmark leiksins fyrir Brighto ná 52.mínútu.
Brighton er í sjöunda sæti deildarinnar með 25 stig en Brentford er í því ellefta með 19 stig.