„Núna erum við búnir að missa Joel í einhvern tíma,“ segir Jurgen Klopp, stjóri Liverpool og á þar við um varnarmanninn knáa, Joel Matip.
Matip meiddist í sigri liðsins á Fulham en varnarmaðurinn frá Kamerún hefur átt í vandræðum með að halda heilsu.
Nú virðist sem Matip geti ekkert spilað á næstu vikum þegar þétt verður spilað í ensku úrvalsdeildinni.
Liverpool hefur verið að missa leikmenn í meiðsli og munar þar mest um markvörðinn, Alisson Becker.
„Þetta lítur ekki vel út með Matip, þetta er ekki gott. Hversu lengi hann verður frá, veit ég bara ekki í dag.“
Liverpool heimsækir Sheffield United í kvöld í leik þar sem Ibrahima Konate kemur líklega inn í byrjunarliðið.