Knatspyrnugoðsögnin, Cafu hefur 45 daga til að yfirgefa heimili sitt í Sao Paulo eftir að yfirvöld þar á bæ seldu húsið sitt.
Cafu er skuldugur maður og ákváðu yfirvöld að selja kofann sem metinn er á 1,1 milljarð.
Skuldirnar hafi hrannast upp og nú sitji Cafu í súpunni sem hann ætlar sér að komast úr.
Húsið sem selt var ofan af Cafu er hið glæsilegasta eins og sjá má á myndunum.