Liðið var á hóteli í London eftir að hafa tapað úrslitaleik enska bikarsins óvænt gegn Wigan þegar Mancini tjáði þeim að hann væri á förum.
„Við sátum við borð og hann kom og sagði að nú væri hann á förum. Þetta var mjög skrýtið. Helmingur okkar var í niðurbrotinn á meðan hinn helmingurinn fagnaði. Þetta var klikkað. Maðurinn var að missa vinnuna og þeir hlógu og grínuðust,“ segir Richards enn fremur.
„Það versta var að meira að segja þeir sem fengu að spila fögnuðu. Þetta var algjör bilun.“
Mancini er í dag landsliðsþjálfari Sádi-Arabíu en hann gerði einnig gott mót með ítalska landsliðið og varð Evrópumeistari 2021.