Manchester United þarf ekki að borga Monaco um 2,5 milljarð vegna kaupanna á Anthony Martial árið 2015.
United festi þá kaup á framherjanum frá Monaco og tilkynnti forseti félagsins að kaupverðið væri 57,6 milljónir punda.
„Það eru þarna bónusar sem mjög líklega koma inn,“ sagði forseti Monaco á þeim tíma. Nú er hins vegar ljóst að United mun aldrei þurfa að borga 14,4 milljónir punda af þeirri upphæð.
Martial þurfti að skora 25 mörk til ársins 2019 fyrir United og honum tókst það, United þurfti því að borga 7,2 milljónir punda. Martial þurfti svo að leika 25 landsleiki fyrir Frakkland á meðan hann væri hjá United en það hefur ekki gerst og mun ekki gerast.
Þá var þriðja klásúlan sú að Martial myndi fá Gullknöttinn sem besti knattspyrnumaður í heimi, ljóst er að það verður aldrei. Samningur Martial við United rennur út næsta sumar og eru miklar líkur taldar á að hann fari þá frá félaginu.
Dvöl Martial hjá United hefur verið misheppnuð en eftir um átta ár hjá félaginu hefur honum aldrei tekist að ná almennilegu flugi.