Jade Leboeuf er mikið í fréttum hjá enskum blöðum en hún er dóttir Heimsmeistarans, Frank Leboeuf sem lék lengi vel með Chelsea.
Frank Leboeuf átti farsælan feril með Chelsea og varð Heimsmeistari með Frakklandi árið 1998.
Jade er fyrirsæta sem vekur mikla athygli og er dugleg að birta myndir af lífi sínu á Instagram.
Jade skellti sér í bað á dögunum og tók myndavélina með, hún ákvað að skella myndunum á Instagram og fjalla ensk blöð um málið.
„Helgin, hvað er ykkar plan um helgina,“ skrifaði Jade fyrir fylgjendur sína sem eru 230 þúsund.