Margir telja að Jakub Kiwior varnarmaður Arsenal hefði átt að fá rauða spjaldið í naumum sigri liðsins á Luton í gær.
Pólski varnarmaðurinn fór þá hátt með löppina í Andros Townsend kantmann Luton.
Stuðningsmenn Tottenham eru hvað reiðastir yfir því að Kiwior hafi ekki verið rekinn af velli.
Vilja þeir meina að þetta sé nákvæmlega eins tækling og Christian Romero var rekinn af velli fyrir í leik gegn Chelsea á dögununm.
Arsenal vann nauman 3-4 sigur þar sem Declan Rice skoraði sigurmarkið á 97 mínútu en Kiwior var þá farinn af velli.