Manchester United ákvað í dag að banna nokkuð marga aðila frá fréttamannafundi Erik ten Hag, ástæðan eru fréttir um það að um helmingur leikmannahóps liðsins hafi misst trúna á stjóranum.
United setur sig ekki á móti því að svona fréttir séu skrifaðar en vilja fá að svara fyrir þær áður en þær eru birtar.
Ten Hag er að undirbúa United liðið fyrir leik gegn Chelsea á morgun en ljóst er að hollenski stjórinn er í vanda staddur í starfinu.
„Við tókum til þessara ráða gegn nokkum fréttaveitum í dag, ekki af því að þau skrifuðu fréttir sem okkur er illa við. Heldur vegna þess að það var ekki leitað til okkar til að fá viðbrögð eða til að koma okkar sjónarhorni á framfæri,“ segir í yfirlýsingu félagsins.
„Við teljum það afar mikilvægt að fá að verja okkur og við vonum að þetta verði til þess að þessi fyrirtæki vinni betur í sínum fréttum.“