Donny van de Beek vill komast frá Manchester United sem fyrst en dvöl hans þar hefur verið hreinasta hörmung.
Hollenski miðjumaðurinn gekk í raðir United frá Ajax 2020 en hefur engan veginn staðið undir væntingum og ekki fengið almennilegt hlutverk enn þá.
Á þessari leiktíð hefur Van de Beek aðeins tvisvar sinnum komið við sögu með United, í bæði skiptin sem varamaður.
Hann vill því fara strax í janúar og segir spænska blaðið Sport frá því að hann hafi boðið sjálfan sig til Barcelona.
Þá kemur einnig fram að Juventus hafi áhuga á leikmanninum. Vill ítalska félagið fá hann á láni með kaupmöguleika.