Napoli mun ekki taka í mál að selja Khvicha Kvaratskhelia frá sér á þessari stundu.
Hinn 22 ára gamli Kvaratskhelia skaust hratt fram á sjónarsviðið á síðustu leiktíð eftir að hann kom til Napoli frá heimalandinu, Georgíu.
Í kjölfarið hefur hann verið orðaður við fjölda stórliða og nú síðast sagði faðir hans að kappann dreymdi um að spila fyrir Real Madrid.
Ítalski blaðamaðurinn Rudy Galletti segir hins vegar að Napoli sé ekki til í að skoða neitt tilboð í Kvaratskhelia sem stendur, enda leikmaðurinn samningsbundinn til ársins 2027.
🚨❌ #Napoli – to date – are not open to evaluate any offers for Khvicha #Kvaratskhelia.
📌 The 🇬🇪 LW has a contract with the 🇮🇹 club until 2027. 🐓⚽ #Transfers pic.twitter.com/FvDIggiEkv
— Rudy Galetti (@RudyGaletti) December 5, 2023