Íslenska karlalandsliðið mætir Gvatemala og Hondúras í vináttulandsleikjum vestan hafs í janúar.
Liðið mætir Gvatemala þann 13. janúar og Hondúras fjórum dögum síðar.
Leikirnir eru utan hefðbundins FIFA glugga og mun íslenski hópurinn því aðallega samanstanda af leikmönnum sem spila á Norðurlöndunum.
Báðir leikirnir fara fram á DRV Pink Stadium í Fort Lauderdale í Flórída. Þar spila Lionel Messi og félagar í Inter Miami heimaleiki sína.