Tino Livramento hefur heillað mikið með Newcastle á leiktíðinni og vill sparkspekingurinn og fyrrum leikmaðurinn Gary Lineker að Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, heyri í honum sem fyrst.
Hægri bakvörðurinn er uppalinn hjá Chelsea en hann fór svo til Southampton áður en hann gekk í raðir Newcastle í sumar.
„Hann lítur út fyrir að vera mjög hæfileikaríkur ungur leikmaður. Hann er fáránlega fljótur, orkumikill og með mikla getu til að fara upp og niður völlinn,“ segir Lineker.
Livramento á að baki leiki fyrir yngri landslið Englands en engan A-landsleik. Hann getur valið á milli enska landsliðsins, skoska og portúgalska.
„Ég held að Gareth Southgate þurfi að hringja í hann. Hann spilar ekki á næstunni en hann verður að gera það. Við eigum marga góða leikmenn í hægri bakverði en þetta er leikmaður fyrir framtíðina,“ segir Lineker.