Enska blaðið Mirror heldur því fram að Jadon Sancho sé að æfa eins og skepna þessa dagana. Ætlar hann sér að sanna ágæti sitt á nýju ári.
Sancho hefur hvorki fengið að æfa né spila með Manchester United síðan í september eftir að hafa lent í rifrildi við Erik ten Hag.
Ten Hag sakaði þá Sancho um leti á æfingum í viðtölum og kantmaðurinn svaraði fyrir sig.
Sancho neitaði svo að biðjast fsökunar og vegna þess vill Ten Hag hvorki leyfa honum að æfa eða spila með liðinu.
Mirror segir að Sancho ætli að vera klár í slaginn í janúar þegar hann getur yfirgefið United. Sá möguleiki er einnig fyrir hendi að gluggi opnist fyrir hann hjá United, verði Ten Hag rekinn úr starfi.