Hinn 21 árs gamli Diallo gekk í raðir United frá Atalanta 2021 og kaupverðið gæti náð allt að 40 milljónum evra.
En hefur þó ekki náð að setja mark sitt á liðið og hefur einnig verið frá vegna meiðsla.
Á síðustu leiktíð var Diallo á láni hjá Sunderland í ensku B-deildinni og fór á kostum. Þar skoraði hann 14 mörk er liðið komst í umspil.
Diallo sneri aftur til United í sumar en hefur ekkert spilað vegna meiðsla.
Hann snýr þó aftur á nýju ári en gæti farið annað á láni á ný og kemur Sunderland til greina.