Jóhann Berg Guðmundsson lék í um klukkutíma þegar Burnley tapaði gegn Wolves á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Jóhann Berg byrjaði á meðal varamanna annan leikinn í röð hjá Burnley en kom inn eftir 35 mínútna leik vegna meiðsla.
Hwang Hee-chan skoraði eina mark leiksins þegar þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleik.
Burnley reyndi að jafna leikinn en vantaði kraft og gæði til að koma sér í gegnum sterka vörn Wolves.
Burnley er áfram í fallsæti með sjö stig en liðið er þó aðeins tveimur stigum frá öruggu sæti.