Douglas Luiz, leikmaður Aston Villa, segir að það sé gaman að vera orðaður við stórlið en hann er þó með alla einbeitingu á Villa.
Miðjumaðurinn hefur sterklega verið orðaður við Arsenal sem vill styrkja sig á miðsvæðinu.
„Ég er mjög ánægður með að heyra af sögusögnunum en ég er hjá Aston Villa og einbeiting mín er öll hér. Ég eyði ekki miklum tíma í að skoða þessar fréttir,“ segir Luiz.
„Ég sé þær en einbeiti mér ekki að þeim. Hausinn minn er hér hjá Aston Villa.“
Villa hefur átt frábært tímabil hingað til og er í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 29 stig.