Það var frægt atvik í Bestu deild karla í sumar þegar Breiðablik neitaði að nota klefann í Víkinni og mættu á rútu í leikinn rétt áður en hann hófst.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þá þjálfari Breiðabliks lét hafa eftir sér að klefinn væri ekki boðlegur. Vond lykt væri þar, meðal annars.
Nú virðast Víkingar vera í framkvæmdum og laga klefinn hjá sér en Guðmundur Benediktsson birti myndband úr Víkinni.
Þar eru framkvæmdir í gangi þessa dagana í klefanum sem gestaliðin í Víkinni nota þegar þau heimsækja Íslands og bikarmeistarana.
Myndband af þessu er hér að neðan.
Víkingar að svara kallinu pic.twitter.com/46vvLtCol2
— Gummi Ben 🎙️ (@GummiBen) December 5, 2023