Nemanja Matic segir að á tíma sínum hjá Manchester United hafi sumir leikmenn alltaf mætt of seint. Varð það til þess að hann greip til sinna ráða.
Serbneski miðjumaðurinn er í dag hjá Rennes en hann var hjá United frá 2017 til 2022. Þar áður var hann hjá Chelsea.
„Hjá Chelsea höguðu menn sér faglega. Þeir voru aldrei seinir á æfingar en hjá United kom það fyrir nánast daglega,“ segir Matic.
„Á meðal leikmanna sem voru alltaf seinir voru Paul Pogba, Jadon Sancho og tveir aðrir.
Við hinir sem mættum alltaf á réttum tíma vorum svo reiður að við ákváðum að búa til aganefnd innan hópsins þar sem ég var formaður. Ég skráði á blað uppi á vegg hverjir mætu seint. Á einu tímabili söfnuðum við saman 75 þúsund pundum í sektir.“