Mikel Arteta vill ekki tjá sig um hvort Aaron Ramsdale sé á förum frá Arsenal í janúar eða ekki.
David Raya gekk í raðir Arsenal í sumar frá Brentford og hefur þessa stundina betur í baráttunni um stöðu aðalmarkvarðar hjá Arsenal.
Í kjölfarið hefur Ramsdale verið orðaður við brottför, meðal annars til Newcastle.
„Ég vil að Aaron sé hjá okkur. Ég er mjög glaður með að hér séu tveir mjög góðir markverðir og Aaron verður hér,“ segir Arteta.
„Við viljum gera betur og bæta við það sem við höfum nú þegar. Það er það sem við ætlum okkur að gera.“
Arteta vill þó ekki fullyrða neitt.
„Ég er ekki að fara að segja að nokkur leikmaður Arsenal sé á förum í janúar eða hvort hann verði hér áfram í mörg ár. Ég get ekki fullyrt um hvort einhver fari í janúar eða ekki.“