Mikel Arteta, stjóri Arsenal, telur að það gæti þurft hátt í 100 stig til að vinna ensku úrvalsdeildina í ár.
Arsenal er á toppi deildarinnar með tveggja stiga forskot um þessar mundir en liðið hafnaði í öðru sæti á síðustu leiktíð, á eftir illviðráðanlegu liði Manchester City.
„Ég held að ef þú nærð í 96-100 stig vinnir þú deildina,“ sagði Arteta á blaðamannafundi, en Arsenal mætir Luton í kvöld.
Blaðamenn minntu Arteta á að hann hafi sett Arsenal 90 stiga markmið á síðustu leiktíð.
„Þannig ég segi tölu og ykkur líkar ekki við hana. Viljiði að ég breyti?“ sagði Spánverjinn og hló.