Nick Pope, markvörður Newcastle, þarf að fara í aðgerð vegna meiðsla á öxl og verður því frá í langan tíma.
Pope meiddist undir lokin í sigri Newcastle á Manchester United um helgina, en öxlin hefur áður verið til vandræða.
Nú hefur verið staðfest að enski markvörðurinn sé á leið í aðgerð. Búist er við því að hann snúi aftur í apríl á næsta ári.
Þetta er mikið áfall fyrir Newcastle, enda Pope algjör lykilmaður.
Búist er við því að Newcastle reyni að fá markvörð í janúar.
🚨⚪️⚫️ Huge blow for Newcastle as Nick Pope will undergo surgery on a dislocated shoulder.
He’s expected to be out for four months — back in April 2024. pic.twitter.com/VvvyzNORXn
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 4, 2023