Marcos Alonso er á förum frá Barcelona þegar samningur hans rennur út eftir tímabil og samkvæmt spænska miðlinum Sport koma tveir áfangastaðir til greina fyrir kappann.
Bakvörðurinn er 32 ára gamall og lék áður með Chelsea til að mynda.
Endurkoma til Englands er hugsanleg en í sumar var Alonso til að mynda orðaður við Manchester United.
Þá er Sádi-Arabía farin að bera víurnar í Alonso og gætu peningarnir þar heillað hann.
Valið virðist vera á milli þessa tveggja deilda.