Líkur eru á að Nick Pope markvörður Newcastle spili ekki meira á þessu tímabili, hann meiddist á öxl gegn Manchester United um helgina.
Telegraph segir frá því að líklegast sé að Pope verði frá í 4 til 5 mánuði vegna meiðslanna.
Pope hefur átt frábæra átján mánuði hjá Newcastle en nú gæti tímabilið verið úr sögunni og líklega missir hann af Evrópumótinu næsta sumar.
Pope meiddist á öxl undir lok leiksins en þessi sama öxl hefur verið til vandræða áður á ferli hans.
Búist er við að Newcastle reyni að sækja sér markvörð í janúar en Aaron Ramsdale markvörður er þá nefndur til sögunnar.