Luis Suarez kvaddi stuðningsmenn Gremio eftir sinn síðasta leik fyrir brasilíska félagið í gær. Hann er á leið til Inter Miami, þar sem David Beckham er eigandi og Lionel Messi spilar.
Hinn 36 ára gamli Suarez hefur verið hjá Gremio undanfarið ár en hann á auðvitað að baki glæstan feril fyrir lið á borð við Barcelona og Liverpool.
Sem fyrr segir fer Suarez nú til Inter Miami í Bandaríkjunum en auk Messi spila fyrrum liðsfélagar hans hjá Barcelona, Sergio Busquets og Jordi Alba einnig.
Kveðjustundin í gær var hjartnæm og má sjá hana hér að neðan.
GRACIAS, @LuisSuarez9 🥹🇪🇪 Um capítulo lindo de nossa história foi escrito por ti. O 4º maior artilheiro em atividade do mundo deixou a sua marca 27 vezes com nosso manto. Onde estiver, serás para sempre IMORTAL! 💙 pic.twitter.com/gtcy7aLshE
— Grêmio FBPA (@Gremio) December 4, 2023