Jadon Sancho kantmaður Manchester United er sagður bíða og vona að Sir Jim Ratcliffe sem er að kaupa hlut í félaginu geti lagað ástandið.
Sancho hefur ekki æft eða spilað með United í fleiri vikur eftir að hafa lent í stríði við Erik Ten Hag.
Með nýjum eigandi gætu komið breytingar og er ekki útilokað að hann skoði að skipta um þjálfara.
„Sancho er enn að hallast að því að fara í janúar en hann vill líka og sjá hvaða breytingar koma með nýjum eiganda,“ segir Florian Plettenberg hjá Sky í Þýskalandi.
„Það er ekki kominn neinn verðmiði á hann, lán með möguleika á kaupum er líklegast. Juventus hefur mikinn áhuga.“
Starf Ten Hag gæti verið í hættu á næstu vikum en það verður þétt spilað næstu vikurnar.