Roy Keane fyrrum fyrirliði Mancehester United átti erfitt með að trúa þeirri staðreynd að árangur United á útivelli er vægast sagt hræðilegur undir stjórn Erik Ten Hag.
Gegn níu efstu liðum deildarinnar hefur United aðeins sótt eitt stig á útivelli undir stjórn Ten Hag í ellefu leikjum.
Liðið hefur í þessum ellefu leikjum fengið á sig 34 mörk.
„Þetta getur ekki verið í alvöru,“ sagði Keane í beinni á Sky Sports um helgina og átti bágt með að trúa þessu.
Pressa er byrjuð að myndast á Ten Hag í starfi og gæti hann misst starfið á næstu vikum ef ekkert breytist.
„Þetta er ljótt, öll mörkin sem liðið fær á sig. Sex gegn City, sjö gegn Liverpool og fjögur gegn Brentford.“
„Liðið er á vondum stað og stjórinn er undir pressa, enn á ný voru leikmenn að spila gegn Newcastle sem allir héldu að færu í sumar.“