Newcastle er líklegasta félagið til að hreppa Kalvin Phillips frá Manchester City í janúar ef marka má ítalska blaðamanninn Rudy Galletti.
Miðjumaðurinn gekk í raðir City frá Leeds fyrir síðasta tímabil en hefur engan veginn tekist að festa sig í sessi hjá þreföldu meisturunum. Er hann að keppa við Rodri um byrjunarliðssæti sem hefur reynst þrautinni þyngri.
Phillips er því á förum og hefur verið orðaður við nokkur félög innan Englands sem utan.
Sem stendur en Newcastle líklegasti áfangastaðurinn og er félagið að vinna í því að tryggja sér þjónustu hans sem fyrst en félagaskiptaglugginn opnar í janúar.
🚨 #Newcastle are taking the first steps to sign Kalvin #Phillips in Jan.
‼️ #NUFC consider the 🏴 player a main target: with a suitable offer, #ManCity could let him go.
🔎 #Tottenham are still monitoring him, but to date is not a priority: first of all, #THFC need a striker. https://t.co/NTZHSHN2BR pic.twitter.com/ZsODU87zwL
— Rudy Galetti (@RudyGaletti) December 3, 2023